Laugardaginn 16. júlí 2011 var haldin í Skálholti fjölmenn ráðstefna á vegum Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar í trúarbragðafræðum, en í júní sama ár hefði hann orðið eitt hundrað ára gamall. Fjallað var um hlutverk trúar og trúarbragða í sáttargjörð. Ráðstefnan var að hluta til byggð á guðfræðilegri gagnrýni Sigurbjörns á þriðja ríki Hitlers. Þetta var fyrsta alþjóðlega ráðstefna stofnunarinnar.
Aðalfyrirlesarar voru dr. Magnús Þorkell Bernharðsson og dr. Susannah Heschel. Viðbrögð veittu þau Arnfríður Guðmundsdóttir, Kristín Ástgeirsdóttir, Sigurjón Árni Eyjólfsson, Árni Bergmann og Kristinn Ólason. Formaður stjórnar Stofnunar dr. Sigurbjörns er Bogi Ágústsson, fréttamaður.
Hér fyrir neðan má sækja erindin sem flutt voru og viðbrögðin við þeim á PDF-sniði. (Bætt verður við listann jafn óðum og erindi berast.)
Ávörp
- Ávarp formanns stjórnar Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar, Boga Ágústssonar
- Ávarp biskups Íslands, herra Karls Sigurbjörnssonar
Fyrra erindi
Viðbrögð við erindi Magnúsar
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Sigurjón Árni Eyjólfsson
Málstofustjóri fyrir hádegi var Sólveig Anna Bóasdóttir.
Seinna erindi
Viðbrögð við erindi Heschel
- Arnfríður Guðmundsdóttir
- Árni Bergmann
- Kristinn Ólason
Málstofustjóri eftir hádegi var Jón Aðalsteinn Baldvinsson, vígslubiskup.