Stofnun dr. Sigurbjörns Einarssonar hélt málþings með dr. Mark C. Taylor, forseta trúarbragðafræðideildar Columbia háskóla í New York í samstarfi við Guðfræðistofnun Háskóla Íslands fimmtudaginn 16. maí 2013, kl. 13.30-16.00 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu.

Viðbrögð veittu dr. Jón Ólafsson heimspekingur og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur.

Erindi Taylors bar yfirskriftina: Meltdowns: The Perils of Extreme Finance.

Lýsing á inntaki fyrirlestursins:

In the past several decades a new form of capitalism has emerged: finance capitalism.  This has been the result of a combination of factors ranging from technological innovation to changes in regulatory policies. The critical variable is speed. Today’s high-speed, high-frequency trading has created a system has already brought devastation and now threatens to collapse.

While apparently hyper-modern, financial capitalism has its roots in modernity.  Speed is, in fact, a modern invention. But modernity, in turn, was initiated by Luther.  From Wittenberg to Reykjavik – an unlikely but timely trajectory.

Dr. Mark C. Taylor lauk doktorsprófi í heimspeki frá Kaupmannahafnarháskóla og í trúarbragðafræði frá Harvard. Hann hefur ritað fjölmargar greinar og á þriðja tug bóka á ýmsum fræðasviðum. Í fyrstu bókum sínum fjallaði Taylor m.a. um Hegel og Kierkegaard en á meðal nýrri bóka hans eru Confidence Games: Money and Markets in a World without Redemption (2006) og After God (2007).

Taylor er umdeildur, afkastamikill og fjölhæfur. Hann hefur skrifað bækur og greinar um guðfræði, heimspeki, hagfræði, listfræði og arkítektúr. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir fræðastörf. Taylor er áhrifamikill höfundur og eftirsóttur og vekjandi fyrirlesari.

Hér má finna nánari upplýsingar um Marc Taylor.

Liðna áratugi hefur Taylor fjallað all nokkuð um nútímann og þann mikla hraða nútímans sem kemur fram á fjármálamarkaði en er lýsandi fyrir þann hraða sem auðveldlega getur snúist í höndum manna og valdið ómældu tjóni eða hruni heimsmarkaða með hruni í afkomu þjóða og heimsálfa. Taylor telur að á síðustu áratugum hafi þróast ný tegund markaða og viðskipta sem hann nefnir gjarnan „finance kapitalism“ og byggi sá veruleiki á miklum og hröðum tækniframförum auk umskipta á sviði stjórnmála í samtíð okkar. Þá er hann vel að sér um sögu Evrópu og skoðar hana m.a. út frá sögu nútímans allt frá upphafinu um miðja 16. öld og þar með sögu Lúthers í Þýskalandi en fjallar einnig um tímabilin frá því fyrir og eftir fall Berlínarmúrsins og breytta heimsmynd sem fylgdi þeirri byltingu í sögu Evrópu.